Sagan okkar

Okkar fyrsta söluvara kom á markað 2020 en það er tunnukjamminn.

Ruslatunnufesting sem varð til þegar hönnuðurinn gafst upp á að drösla ruslatunnunum sínum inn í bílskúr í hvert sinn sem spáði roki.

 Þegar við byrjuðum að bjóða hann til sölu var ekki aftur snúið, eftirspurnin var mikil og áður en langt um leið þurftum við að stofna fyrirtæki til að halda utanum þessa hliðarbúgrein okkar.

Hvað höfum við að bjóða?

Ruslatunnufestingar

Tunnukjammar

Tunnukjamminn er íslenskt hugvit og íslensk framleiðsla.

Hann er einfaldur bæði í uppsetningu og notkun, tunnan rennur auðveldlega inn í kjammann, er þar kyrfilega föst og hægt er að losa hana með einu handtaki.

Versla tunnukjamma

GRILL OG FYLGIHLUTIR

Skotti grill

Ferðagrill sem kemur í fyrirferðarlítilli tösku og er tilvalið í
útileguna. Þú getur sett grillið saman á mínútu og byrjað að
grilla!

Versla Skotti Grill

Bætiefni í bensín

BOOSTane

BOOSTane Octane engineering eru brautryðjendur í framleiðslu á oktanbætum og hafa sett ný viðmið í gæðum og virkni þeirra.

 

Með nýjum framleiðsluaðferðum hafa þau náð fram mikilli virkni BOOSTane oktanbæta sem ná að hækka oktantölu bensíns meira en flestir, ef ekki allir, aðrir oktanbætar gera.

 

Þar að auki koma þessar nýju aðferðir og blöndur í veg fyrir slæmar aukaverkanir oktanbætisins, eins og sótmyndun sem getur skemmt kerti og skynjara.

Versla BOOSTane

Hestvænar skeifur

Duplo skeifur

Hestvænu skeifurnar frá Þýskalandi sem eru úr bæði málmi og
plasti og nýta bestu eiginleika hvors efnis.

Versla Duplo skeifur

Hafðu samband

Kambshaus ehf
Böðvarsholti 1
356 Snæfellsbæ

Tölvupóstur: kambshaus@gmail.com
Sími: 847 4101

Við erum líka á facebook:
facebook.com/Kambshaus